Hörpuhornið
Norðurljós
Björtuloftum
Víkingur spilar á og segir frá kantpíanói sínu sem er nýkomið til landsins.
Norðurljós
Norðurljós
Norðurljós
Norðurljós
Norðurljós
Norðurljós
Norðurljós
Norðurljós
Volta
„Fátt er meira gefandi en að verða vitni að því þegar draumar rætast. Í fyrra gaf Reykjavík Midsummer Music svo sannarlega fögur fyrirheit og þar var glæsilega að verki staðið. Ég get fullyrt að hátíðin í ár mun ekki gefa þeirri fyrstu neitt eftir en þær eru skemmtilega ólíkar bæði að efnistökum og innihaldi eins og reyndar lagt er upp með. Hver hátíð mun hafa sinn brag og sitt lag. Það er okkur í Hörpu mjög mikilvægt að standa vel við bak þeirra sem í húsinu koma fram og styðja það blómlega tónlistarstarf sem við búum við á Íslandi. Við erum stolt af því að kynna til leiks í annað sinn Reykjavík Midsummer Music tónlistarhátíðina, sem er komin til að vera í Hörpu og mun þar eiga sitt athvarf í framtíðinni. Njótið vel.“
Bandaríski píanistinn Charles Rosen hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði að „yfirvofandi endalok klassískrar tónlistar væru jafnframt rótgrónasta hefð hennar.“
Reykjavík Midsummer Music 2013 tekur þátt í þessum lengsta eftirmála sögunnar af einurð og krafti, veltir fyrir sér stefnum og straumum sem fljúga inn og út um gluggann og oftar en ekki inn aftur, hvernig tónskáld og áheyrendur upplifa sinn stað í sögunni og takast á við tímaskekkjurnar innra með sjálfum sér.
Við sögu koma 100 taktmælar sem eiga að gæta tímans en setja hann þess í stað út af sporinu, nýjar kvikmyndir í þöglum stíl, gamaldags tónskáld sem voru þó á undan framtíðinni, nær óskiljanlega framúrstefnulegir madrígalar hins morðóða 16. aldar snillings Gesúaldós, einkennilegur óður til Beethovens, 240 ára kantpíanó í fyrsta sinn á Íslandi og tvö eftirminnileg áköll til veraldar sem var. Og raunar miklu meira.
Allir viðburðir
8.000 kr